Gengi bréfa í Tryggingamiðstöðinni lækkaði um 2,73% í fyrstu viðskiptum í Kauphöll Íslands í morgun. Velta með bréfin nemur þó einungis 43 milljónum.

Tryggingamiðstöðin birti uppgjör þriðja ársfjórðungs í gær. Hagnaður TM nam 713,8 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 28% samdráttur frá þriðja ársfjórðungi í fyrra þegar hagnaðurinn nam 994,184 milljónum króna.

Á fyrstu níu mánuðum ársins jókst hagnaðurinn aftur á móti á milli ára en þá nam hann 1,9 milljörðum króna sem var um 100 milljónum krónum meira en í fyrra.