Gengi hlutabréfa Icelandair Group féll um 2,45% í Kauphöllinni í dag. Ekki voru mikil viðskipti á bak við gengisþróunina miðað við aðra daga eða upp á 206 milljónir króna. Gengi hlutabréfa Icelandair Group fór í 16,85 krónur á hlut á fimmtudag í síðustu viku og hafði það þá ekki verið hærra síðan í lok september árið 2008. Gengið stendur nú í 15,95 krónum á hlut og er það enn á svipuðum slóðum og í bankahruninu í október árið 2008.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Vodafone um 1,41%, Marel um 0,79%, VÍS fór niður um 0,45% og TM um 17%.

Gengi bréfa stoðtækjaframleiðandans Össurar hækkaði um 1,41% í dag, bréf Haga fóru upp um 0,82%, Eimskip um 0,22% og fasteignafélagsins Regins um 0,07%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,56% og endaði hún í 1.166 stigum. Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöllinni nam rúmum 837 milljónum króna. Mest var veltan með hlutabréf Marel eða fyrir 467 milljónir króna.