Gengi hlutabréfa Marel hækkaði um 1,85% í tæplega 48 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í dag. Gengi hlutabréfa félagsins hefur lækkað talsvert upp á síðkastið. Það fór yfir 160 krónur á hlut í maí en stendur nú í 138 krónum.

Þá hækkaði gengi hlutabréfa Icelandair Group um 0,43% og Haga um 0,28%.

Gengi hlutabréfa færeyska bankans BankNordik lækkaði hins vegar um 0,77% í tiltölulega litlum viðskiptum.

Hækkun hlutabréfanna ýtti Úrvalsvísitölunni upp um 0,78% og endaði hún í 996,82 stigum. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam rétt rúmum 146 milljónum króna.