Gengi hlutabréfa Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) hækkaði um 2,65% í 250 milljóna króna veltu á hlutabréfamarkaði í dag. Þetta var mesta hækkun dagsins en félagið birti uppgjör eftir lokun markaðar í gær.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Haga um 1,47%, VÍS um 0,91%, Icelandair Group um 0,34% og stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,59%.

Gengi hlutabréfa Marel lækkaði hins vegar um 1,47% og Vodafone um 1,14%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,15% og endaði hún í 1.189 stigum. Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöllinni nam rúmum 1,3 milljörðum króna sem er rúmlega tvöfalt meira en í gær.