Úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði um 0,49% í dag og endaði í 1.880,31 stigum. Gengi bréfa VÍS lækkaði um 2,74%, en í dag bárust fréttir af því að ekki væri stuðningur við það meðal hluthafa að greiða út arð í samræmi við tillögur stjórnar félagsins. Þá lækkaði gengi bréfa Marels um 1,84% og Sjóvár um 1,31%.

Gengi bréfa N1 hækkaði um 0,85% og Icelandair um 0,40%. Þá hækkaði gengi bréfa Nýherja um 2,37%, en í tiltölulega litlum viðskiptum. Velta á hlutabréfamarkaði nam 2.246,5 milljónum króna í gær.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,06% í 2,1 milljarða króna viðskiptum. Báðar undirvísitölurnar, verðtryggði og óverðtryggði hlutinn, hækkuðu sömuleiðis um 0,6%. Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,03% í 202 milljóna króna viðskiptum.