Gengi hlutabréfa VÍS lækkaði um 1,21% í 113 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þetta var mesta lækkun dagsins. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Haga um 0,72% og TM um 0,5%.

Á hinn bóginn hækkaði gengi bréfa Eimskips um 0,4%, Vodafone um 0,2% og fasteignafélagsins Regins um 0,15%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,19% og endaði hún í 1.165 stigum. Heildarviðskipti með hlutabréf nam 371,2 milljónum króna.