Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins hækkaði um 3,61% í rúmlega 4,4 milljarða króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Veltan skýrist öðru fremur af sölu félags Landsbankans á 25% hlut í fasteignafélaginu í gær.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Eimskips um 1,21% og Icelandair Group um 0,23%.

Á móti lækkaði gengi hlutabréfa Vodafone um 0,9% TM um 0,76%, Marel fór niður um 0,37%, hlutabréf Haga um 0,34% og VÍS um 0,2%. Gengi hlutabréfa Vodafone hefur aldrei verið lægra en í dag eða 27,5 krónur á hlut. Til samanburðar var útboðsgengi þeirra 31,5 króna á hlut fyrir skráningu á markað í desember síðastliðnum.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,19% og endaði hún í 1.133,25 stigum. Heildarviðskipti á hlutabréfamarkaði námu 4.844 milljónum króna. Ef viðskipti með hlutabréf Regins er skilin frá öllum viðskiptum dagsins nam veltan rúmum 500 milljónum króna.