Gengi hlutabréfa Vodafone hækkaði um 1,31% í 33,2 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfanna endaði í 34,85 krónum á hlut og hefur aldrei verið hærra. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa fasteignafélagsins Regins um 0,75% og Eimskips um 0,72%

Hins vegar lækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,97%, Marel um 0,32% og Icelandair Group um 0,18%

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,25% og endaði hún í 1.211,94 stigum. Veltan á hlutabréfamarkaði var fremur lítil í dag eða um 430 milljónir króna.