Gengi evrunnar hefur ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadal í ellefu ár. Þannig hefur gengi hennar lækkað um 1,8% frá opnun markaða í morgun og stendur nú í 1,115 gagnvart dalnum.

Svo lágt gengi hefur ekki sést frá því í september 2003, en sem kunnugt er kynnti evrópski seðlabankinn magnaðgerðir sínar í gær sem fela í sér skuldabréfakaup upp á 1.200 milljarða. Áhrifunum af því má líka við það ef seðlabankinn prentaði peninga fyrir samsvarandi fjárhæð, en það hefur í för með sér töluverða virðislækkun gjaldmiðilsins.

Nú hefur evran lækkað um samtals 10% frá 10. desember sl. og er þess jafnvel vænst að gengi hennar fari undir virði eins dals fyrr en síðar.

Nánar á vef Bloomberg .