*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 7. maí 2013 18:03

Gengi hlutabréfa hækkaði í Evrópu

Aðgerðir seðlabanka víða um heim hafa haft jákvæð áhrif á hlutabréfamörkuðum.

Ritstjórn
Úr kauphöllinni í Franfurt í Þýskalandi.
Getty Images

Það eru fleiri en japanski fjárfestar sem sáu Nikkei-hlutabréfavísitöluna ná miklum hæðum í dag. Gengi hlutabréfa hækkaði sömuleiðis á meginlandi Evrópu í dag og náði DAX-vísitalan í Þýskalandi methæðum þegar hún rauf 8.200 stiga múrinn. Vísitalan hækkaði um 0,86% og endaði í rúmum 8.181 stigi. Þá hækkaði sömuleiðis CAC 40-vísitalan í Frakklandi um 0,7% og FTSE-vísitalan í Bretlandi um 0,55%.

Eins og fram kom á vb.is fyrr í dag hækkaði Nikkei-vísitalan í Japan talsvert í nóg eftir frídag. Stýrivaxtalækkun á evrusvæðinu og örvun efnahagslífsins í Japan skýra hækkunina að miklu leyti.

Stikkorð: Nikkei Kauphöll Dax