Gengi hlutabréfa á Aðalmarkaði Kauphallarinnar hafa hækkað talsvert í verði eftir kynningu á aðgerðum stjórnvalda við afnám fjármagnshafta sem fram fór í Hörpu fyrir stundu.

Gengi bréfa Eimskips hefur hækkað um 2,65% í 157 milljóna króna veltu, Haga um 2,07% í 123 milljóna króna veltu, Eikar um 1,94% í 18 milljóna króna veltu og Marel um 1,92% í 124 milljóna króna veltu.

Önnur félög sem hafa hækkað eru Vodafone, Reitir, Reginn og Icelandair. Eina félagið sem hefur lækkað í viðskiptum dagsins er HB Grandi, en gengi þess hefur fallið um 2,4% í 123 milljóna króna veltu.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,09% það sem af er degi.