Gengi krónu hefur styrkst um 0,81% þar sem af er degi og er 121,5 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. En töluverð fylgni er á milli hennar og annarra hávaxtamynta, að sögn greiningardeildar Glitnis.

?Krónubréfin sem gefin hafa verið út hér á landi eru einn angi vaxtamunarviðskipta og þróun þeirra mun ugglaust taka mið af hræringum á alþjóðamörkuðum. Lítið hefur verið gefið út af nýjum krónubréfum undanfarinn mánuð eftir metmánuðinn janúar. Þann 22. mars eru 15 milljarða króna krónubréf á gjalddaga og forvitnilegt verður að sjá hvort líf færist í krónubréfaútgáfu þegar nær dregur þeim degi, eða hvort eigendur þessara bréfa kjósi að loka stöðu sinni í íslenskum krónum,? segir greiningardeildin.

Hún segir japanska jenið veiktist gagnvart evru og dollar í morgun eftir töluverða styrkingu undanfarna viku. ?Gengi hávaxtamynta hækkaði einnig í morgun og svo virðist sem sú uppgjörshrina vaxtamunarviðskipta (e. carry trade) sem verið hefur undanfarna daga hafi staðnæmst, að minnsta kosti í bili. Sérfræðingar á þessum mörkuðum eru margir hverjir á þeirri skoðun að þróun markaða undanfarna daga sé hluti af lengri tíma leitni horft fram á við.

Vinda muni aðeins ofanaf vaxtamunarviðskiptum á komandi vikum sem muni styðja við jenið og veikja hávaxtamyntir,? segir greiningardeildin.