Gengi krónunnar hélst nánast óbreytt á fyrsta viðskiptadegi ársins en krónan lækkaði um 0,04%. Gengisvísitala krónunnar byrjaði daginn í 113,2 vísitölustigum en endaði í 113,25 stigum. Krónan byrjaði daginn á nokkurri veikingu, hæst fór gengisvísitalan í 113,75 stig, en sú veiking gekk þó fljótt til baka. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var í meðallagi eða 7,7 milljarðar ISK.

Gengi dollars hefur styrkst nokkuð síðustu daga en krossgengi eur/usd er nú komið í 1,33 en fór hæst í 1,36 á gamlársdag en nokkuð hefur verið um hagnaðartöku að undanförnu.

EURUSD 1,329
USDJPY 104,35
GBPUSD 1,8831
USDISK 62,56
EURISK 83,17
GBPISK 117,82
JPYISK 0,5996
Brent olía 39,4
Nasdaq -0,81%
S&P -0,21%
Dow Jones -0,06%

Byggt á upplýsingum frá Íslandsbanka.