Gengi krónunnar hækkaði um 0,16% í dag og endaði gengisvísitalan í 121,20. Gengisvísitalan sveiflaðist í dag á bilinu 121,00 til 121,40. Vöruskipti í Bandaríkjunum fyrir ágúst voru birt í dag og reyndist hallinn 54 milljarðar dollara en búist var við halla upp á 51 milljarð dollara. Gengi dollara lækkaði í kjölfarið. Tölurnar þóttu neikvæðar fyrir bandarískt efnahagslíf þar sem þær benda til minnkandi útflutnings sem dregið gæti úr hagvexti.

Gengisvísitala ISK byrjaði daginn í 121,40 og endaði í 121,20. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 4,3 milljarðar.

EUR/USD 1,2390
USDJPY 109,65
GBPUSD 1,7960
USDISK 70,40
EURISK 87,20
GBPISK 126,50
JPYISK 0,6420
Brent olía 51,30
Nasdaq -0,75%
S&P -0,60%
Dow Jones -0,80%

Byggt á upplýsingum frá Íslandsbanka.