Gengi krónunnar lækkaði um 0,09% í litlum viðskiptum í dag. Síðustu daga hefur gengi krónunnar sveiflast á þröngu bili. Síðustu vikur hefur dregið nokkuð úr sveiflum á gengi krónunnar. Gengisvísitalan er nú á svipuðum slóðum og um mitt ár 2000. Gengi USD lækkaði í dag gagnvart helstu myntum. Ástæðuna má m.a. rekja til væntingavísitölu sem birt var í dag og reyndist mun lægri en búist var við.

Gengisvísitalan byrjaði í 112 stigum og endaði í 112,10. Lítil velta var á millibankamarkaði með gjaldeyri í dag eða 2,8 milljarðar.


EURUSD 1,3010
USDJPY 103,30
GBPUSD 1,8685
USDISK 62,80
EURISK 81,65
GBPISK 117,15
JPYISK 0,6070
Brent olía 45,25
Nasdaq 0,25%
S&P 0,05%
Dow Jones 0,05%

Byggt á upplýsingum frá Íslandsbanka.