Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,86% í ríflega 1.529 milljóna króna viðskiptum í dag. Gengi bréfa Haga hækkaði um 1,52%, Icelandair um 1,49% og Össurar um 0,98%, en Össur skilaði í dag ársuppgjöri fyrir 2012.

Uppgjör Marels, sem birtist eftir lokun markaða í gær, fór hins vegar ekki eins vel ofan í fjárfesta því gengi bréfa félagsins lækkaði um 4,02% í dag í ríflega 700 milljóna króna viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,14% í viðskiptum dagsins í dag. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,05% og sá óverðtryggði um 0,40%. Velta á skuldabréfamarkaði nam 6,13 milljörðum króna.