Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 0,75% í dag og var hækkun á bréfum Marel og Össurar helsta orsökin. Marel hækkaði mest, um 3,63% og Össur um 2,01%. Gengi á bréfum Össurar hefur aldrei verið hærra og stendur í 348 eftir lokun markaða borið saman við 229 í byrjun árs, sem er 52% hækkun.

Einnig var hækkun á bréfum Icelandair Group um 1,92%.

Mest lækkun hjá Högum

Bréf Haga lækkuðu mest í dag, um 3,17%. Engu að síður hefur ávöxtun í félaginu verið góð frá ársbyrjun, eða 14%. Hagar kynntu uppgjör annars ársfjórðungs hjá fyrirtækinu í gær en þar kom fram að hagnaður fyrirtækisins á fyrri helmingi rekstrarársins hafi numið 2.094 milljónum króna, en nam 1.973 milljónum á sama tíma í fyrra.