Í uppgjöri Kaupþings banka fyrir annan ársfjórðung 2006 kemur fram að gengishagnaður bankans á fyrri helmingi ársins nam 10.898 milljónum króna og hefur þá dregist saman um 7.651 milljónir frá því á sama tímabili árið 2005. Á öðrum ársfjórðungi í ár varð gengistap sem nemur 2.606 milljónum samanborið við 11.773 milljóna gengishagnað á sama tímabili 2005.

Hagnaður Kaupþings banka á öðrum ársfjórðungi 2006 nam 13 milljörðum samanborið við 13,7 milljarða á sama tímabili árið á undan og er hagnaðurinn yfir væntingum greiningaraðila sem hörðu búist við um 10 milljarða króna hagnaði.

Í fréttatilkynningu bankans kemur fram að þessi umskipti hvað varðar gengishagnað skýrist aðallega af tapi hjá eigin viðskiptum bankans sem á rætur að rekja til hlutabréfatöku bankans í Norðurlöndunum. Á öðrum ársfjórðungi hafa verið verulegar lækkanir á mörkuðum á Norðurlöndum og víðar og dæmi eru um að norrænar hlutabréfavísitölur hafi lækkað um allt að 4 til 10% á tímabilinu. Þar sem helstu hlutabréfastöður bankans eru á þessum mörkuðum hefur gengishagnaðurinn dregist saman. Þannig nam tap bankans af hlutabréfum á gangverði á íslenska markaðinum 703 milljónum króna og 736 milljónum á mörkuðum í Skandinavíu.