Gengislækkun krónu á fyrri hluta árs hefur bætt mikið samkeppnisstöðu útflutningsgreina og hátt verð helstu útflutningsafurða hefur einnig bætt hag þeirra undanfarin misseri, segir greiningardeildin.

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 2% frá fyrri ársfjórðungi en frá sama ársfjórðungi í fyrra nam hækkunin tæpu 21%, að sögn greiningardeildar.

?Þessi hækkun endurspeglar nokkuð ólíka þróun milli framleiðslugreina. Þannig hækkaði framleiðsluverð afurða til sölu innanlands um 2,6% milli fjórðunga en á árinu hefur það hækkað um rúm 6%.

Framleiðsluverð sjávarafurða hækkaði hins vegar um 5,6% á fjórðungnum og hefur það hækkað um rúman fjórðung það sem af er ári. Verð á öðrum útflutningsvörum lækkaði aftur á móti um tæp 5% milli fjórðunga en hefur þó hækkað um ríflega þriðjung á árinu,? segir greiningardeildin.

Verð á sjávarafurðum hækkar á heimsmarkaði

Hún segir að verð á sjávarafurðum hefur hækkað mikið undanfarin tvö ár á heimsmarkaði og vegur hækkun undanfarinna mánaða til að mynda upp gengishækkun krónu.

?Vísitala annars útflutnings ræðst að miklu leyti af verðþróun á áli auk gengishreyfinga. Álverð hækkaði mikið frá miðju síðasta ári fram undir mitt þetta ár, lækkaði svo nokkuð en hefur síðan sveiflast á tiltölulega þröngu bili.

Því kemur ekki á óvart að nokkur lækkun verði á undirvísitölu útflutnings að sjávarafurðum undanskildum, þar sem gengi krónu hækkaði um 2% og álverð lækkaði um ríflega 5% milli ársfjórðunga,? segir greninigardeildin.