Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) hefur bent á að á þessu ári hafi gengið óvanalega hratt á heimsbirgðir olíu og eldsneytis, og það velti upp spurningum um hvort eftirspurn verði mætt á næstu mánuðum og kalli einnig á aukna framleiðslu hráolíu frá OPEC-ríkjunum, segir í frétt Dow Jones.

Í mánaðarlegri úttekt IEA kemur fram að olíubirgðir hafi minnkað um 1,26 milljón olíuföt á dag það sem af er árinu. Ef fer sem horfir mun ekki hafa gengið meira á olíubirgðir heimsins á fyrstu þremur mánuðum ársins í tíu ár.
IEA sem hefur eftirlit með orkumálum OECD-ríkjanna varaði einnig við því að hratt gengi á hráolíubirgðir, sem hafi orðið vegna ófyrirséðra lokana á olíuvinnslustöðvum, mikillar eftirspurnar í Evrópu og mikilli eldsneytisnotkunar í Bandaríkjunum, að því er kemur fram í fréttinni.

IEA segir að olíuframleiðendur reyni yfirleitt að byggja upp hráolíubirgðir sínar á þessum tíma árs til að geta framleitt eldsneyti fyrir sumartímann þegar það er aukin eftirspurn. Þó svo að það kunni að virðast að olíubirgðirnar séu lítið breyttar frá því í fyrra segir IEA að það hversu hratt gengur á birgðirnar og á hvaða tímabili það gerist sé áhyggjuefni.
Í janúrar jukust olíubirgðir um aðeins 26 milljón olíuföt á ársgrundvelli, samanborið við 78 milljón olíuföt í desember.