Stjórnendur KB banka reikna með mun hærri hagnaði og arðsemi og að gefinni jákvæðri þróun á hlutabréfamörkuðum, sem þó verði ekki nánda eins hagfelld og í fyrra, þá er líklegt að bankinn skili um 20-25% arðsemi eigin fjár á árinu 2006. Eigið fé bankans var 194 milljarðar kr. í árslok 2005.

Arðsemi eigin fjár KB banka var 34% á síðasta ári og samtals nam hagnaður bankans 49,3 milljörðum króna. Markmið stjórnenda er að hver og ein rekstrareining skili 15% arðsemi eigin fjár og miðað við það myndi bankinn þurfa að skila 29 milljörðum króna á þessu ári.