Greiningardeild KB banka hefur birt afkomuspá fyrir 18 félög í Kauphöllinni. Greiningardeildin spáir því að hagnaður þeirra félaga sem afkomuspáin nær til verði 40,2 ma.kr. á öðrum árfjórðungi en það er 237% meira en á sama tíma í fyrra og tæplega 71% af hagnaði sömu félaga allt árið 2004. Greiningardeild gerir ráð fyrir að þessi góðu uppgjör muni styðja við innlendan hlutabréfamarkað. Jafnframt gerum við ráð fyrir að fréttir muni brátt berast af frekari kaupum innlendra félaga á félögum erlendis, enda fjárhagsstaða innlendra félaga mjög sterk um þessar mundir.

Þetta kemur fram í Þróun og horfum Greiningardeildar en spá þeirra tekur til 2. ársfjórðungs 2005, 3. ársfjórðungs 2005 og einnig ársins 2005 í heild. Í ritinu er fjallað um félögin í stuttu máli, helstu atriði dregin fram, og gefin vogunarráðgjöf fyrir flest þeirra.

"Ávöxtun hlutabréfa á öðrum ársfjórðungi var 5,5% en það er heldur minna en verið hefur undanfarna fjórðunga, að fjórða ársfjórðungi 2004 undanskildum. Þessi hækkun verður engu að síður að teljast góð í alþjóðlegum samanburði. Greiningardeild gerir áfram ráð fyrir hóflegri hækkun hlutabréfaverðs á næstu misserum," segir Greiningardeild.