Greiningardeild Landsbankans spáir 1,1% hækkun vísitölu neysluverðs í september en gangi spáin eftir lækkar 12 mánaða verðbólga í 14,3% samanborið við 14,5% í ágúst.

„Við teljum því að 12 mánaða verðbólga hafi náð hámarki í ágúst og að hratt muni draga úr verðhækkunum þegar útsölulok eru gengin yfir og krónan hefur brotist út úr gengislækkunarfasa síðustu mánaða,“ segir í verðbólguspá Greiningardeildari Landsbankans.   Þá kemur fram að mikla hækkun í september megi rekja til sömu áhrifaþátta og  í síðasta mánuði þ.e. útsöluloka og veikingar krónunnar.

„Við teljum að tólf mánaða verðbólga hafi náð hámarki í ágúst og muni lækka hratt strax á 4. Ársfjórðungi,“ segir í verðbólguspánni. Hér má nálgast Verðbólguspá Greiningardeildar Landsbankans. (pdf skjal)