Isavia gera ráð fyrir því að rúmlega 16 þúsund manns komi til með að starfa á Keflavíkurflugvelli árið 2040 og að um 20 milljónir farþega fari um völlinn það ár. Frá þessu er greint í frétt á vef Mbl.is.

Þar er tekin fyrir skýrsla Isavia og ráðgjafafyrirtækisins Aton sem ber nafnið Keflavíkurflugvöllur - Stóriðja í stöðugum vexti: Hvaða þýðingu hefur uppbygging Keflavíkurflugvallar til framtíðar? Þar er tekin saman framtíðaruppbygging á Keflavíkurflugvelli.

Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson, einn höfunda skýrslunnar, benti meðal annars á að miðað við gögn frá Alþjóðasamtökum evrópskra flugvalla er Ísland í öðru sæti yfir þær þjóðir þar sem flest störf tengjast beint flugvöllum sem hlutfall af fjölda íbúa.