Lággjaldaflugfélagið Ryanair kynnti í dag rekstrarniðurstöður vegna fyrsta ársfjórðungs. Á meðal þess sem kom fram var ekki beint tengt rekstri félagsins á fyrsta ársfjórðungi ársins heldur frekar samkeppnisaðilum félagsins. „Við búumst við fleiri evrópskum gjaldþrotum á árinu þegar olíuverð og áframhaldandi efnahagsþrengingar halda áfram að afhjúpa misheppnaðan flugrekstur, “ sagði Michael O´Leary um horfur innan flugbransans.

Á sama tíma kynnti Ryanair rekstrarniðurstöður sínar en hagnaður félagsins jókst um 25 prósent í 503 milljónir evra og tekjur félagsins námu um 4,3 milljörðum evra, sem er 19 prósent aukning frá fyrra ári.