Fyrrverandi fulltrúi þýsku leyniþjónustunnar BND , Markus Reichel, er nú undir yfirheyrslu fyrir trúnaðarbrot og gagnnjósnir.

Mál Markusar kom upp á yfirborðið eftir að uppljóstrarinn eftirlýsti Edward Snowden gerði því skil.

Markus er að hluta til fatlaður eftir læknismistök á unga aldri, en hann fékk starf í póstvinnslu BND eftir að hafa gengist undir endurhæfingarþjálfun.

Hann var í láglaunaflokki hjá leyniþjónustunni, og segir ástæðuna fyrir gagnalekanum hafa verið þá að hann hafi ekki fengið neina athygli eða viðurkenningu á vinnustaðnum.

CIA greiddi honum fyrir skjölin, sem innihéldu meðal annars nöfn og heimilisföng BND-fulltrúa. Féð sem Markus hlaut fyrir gagnnjósnir sínar var þó ekki sérlega mikið fyrir svo áhættusamt verkefni.

Það sem Markus sóttist í frá CIA var ekki peningurinn, að hans eigin sögn, heldur fremur viðurkenningin sem hann skorti hjá BND.

Verði Markus fundinn sekur gæti hann þurft að dúsa einhver fimmtán ár í fangelsi fyrir verknaðinn.