Paul Ceglia hefur stefnt Mark Zuckerberg aðaleiganda Facebook fyrir dóm í New York fylki.  Gerir hann kröfu um 84% hlut í Facebook. Byggir hann kröfu sína á samningi og tölvupóstsamskiptum milli sín og Zuckerberg.

Zuckerberg segir samninginn falsaðan, hann hafi hvorki undirritað hann né átt í nokkrum tölvupóstsamskiptum við Ceglia um hann.

Hefur Zuckerberg meðal annars látið rannsaka tölvupóst sinn í Harvard háskóla þar sem hann var við nám þegar samskiptin áttu að eiga sér stað árið 2003. Segir hann að sú rannsókn sýni að tölvupóstarnir séu falsaðir.

Telja má ólíklegt að krafan nái fram að ganga og Zuckenberg þurfi því ekki að óttast niðurstöðu dómara.

Ceglia, sem er sölumaður á timburbrettum, var sakaður árið 2009 af saksóknara að hafa svikið viðskiptavini sína og lokaði fyrirtæki hans.