*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 20. febrúar 2006 09:32

Gert ráð fyrir að velta Dagsbrúnar aukist um 5-6 milljarða króna á þessu ári

Ritstjórn

Gunnar Smári Egilsson, forstjóri fjölmiðla- og fjarskiptasamstæðunnar Dagsbrúnar, gerir ráð fyrir að heildarvelta félagsins vaxi úr rúmlega 15 milljörðum króna í 21,5-22,5 milljarða á þessu ári, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands þar sem niðurstöður aðalfundar félagsins eru kynntar.

Reiknað er með að hagnaður félagsins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði á bilinu 3,8-4,1 milljarður króna, segir í tilkynningunni.

Á aðlafundinum var samþykkt að hagnaður verði færður til hækkunar á eigin fé Dagsbrúnar og tillaga stjórnar um að ekki verði greiddur arður til hluthafa var samþykkt.

Einnig var samþykkt á fundinum að eftirfarandi aðilar skipi stjórn félagsins: Þórdís J.Sigurðardóttir,Árni Hauksson, Davíð Scheving Thorsteinsson, Guðmundur Ólafsson og Magnús Ármann. Samþykkt var að varamenn verði Aðalsteinn Valdimarsson og Lilja Dóra Halldórsdóttir