Eftir mikla lægð í framleiðslu á laxi er gert ráð fyrir töluverðri aukningu á næstu árum og að framleiðslan verði um 1.000 tonn árið 2010 og fari yfir 2.000 tonn fljótlega eftir 2012. Þá er gert ráð fyrir framleiðsluaukningu hjá fiskeldisstöðvum sem í dag stunda laxeldi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Landssamband fiskeldisstöðva sem kynnt var í morgun.

Þar er bent á að vonir eru bundnar við að útflutningur á laxaseiðum á næstu árum en sá markaður er erfiður og ótryggur. Áætlað er að útflutningur geti numið 1-2 milljónum laxaseiða á ári.

Talið er að framleiðslugeta á laxaseiðum í núverandi stöðvum geti verið um 5-10 milljónir laxaseiða árlega. Hægt er að auka útflutninginn verulega á tiltölulega stuttum tíma en framleiðsluáform munu ráðast af eftirspurn á hverjum tíma. Aukin áform í framleiðslu laxaseiða geta dregið úr framleiðslu á bleikju. Útflutningur laxahrogna mun áfram vera tiltölulega mikill eða yfir 50 milljónir hrogna á ári.