*

laugardagur, 29. janúar 2022
Innlent 19. maí 2021 09:35

Gildi keypti fyrir 10 milljarða í SVN

Lífeyrissjóðurinn Gildi keypti um þriðjung alls hlutafjárins sem var selt í útboði Síldarvinnslunnar í síðustu viku.

Ritstjórn
Frystihús Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði.

Lífeyrissjóðurinn Gildi keypti 9,98% hlut í Síldarvinnslunni (SVN) eða um þriðjung alls hlutafjárins í útboði sjávarútvegsfyrirtækisins í síðustu viku. Gildi fjárfesti því fyrir rúmlega tíu milljarða króna í Síldarvinnslunni, að því er kemur fram í frétt Markaðarins.

Aðrir lífeyrissjóðir keyptu fyrir talsvert lægri fjárhæðir. Nokkrir lífeyrissjóðir höfðu skráð sig fyrir bréfum en fengu ekkert úthlutað þar sem tilboð þeirra var lægra en endanlegt útboðsgengi sem var um 60 krónur á hlut. Lífeyrissjóður verkfræðinga, Lífsverk, og Birta tóku ekki þátt í útboðinu.

Almenni lífeyrissjóðurinn fylgdi Gildi á eftir með 1.430 milljónir króna í útboðinu sem færir honum um 1,4% eignarhlut í Síldarvinnslunni.

Sjá einnig: Yfir 10 milljarða söluhagnaður af SVN

Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LIVE) keypti fyrir ríflega milljarð króna og verður því með um 1% hlut í Síldarvinnslunni. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafði stuttu fyrir útboðið gefið það út að hann vildi ekki sjá almenning eða lífeyrissjóði „láta krónu í þetta fyrirtæki“ en stéttarfélagið tilnefnir helming stjórnarmanna í LIVE.

Stikkorð: Gildi Síldarvinnslan