Gísli Heimisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri MainManager ehf. Gísli hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, var framkvæmdastjóri banka- og rekstrarsviðs MP banka til vors 2015 og áður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Glitni banka. Gísli hefur áralanga reynslu af upplýsingatæknimálum og stjórnun þeirra, bæði sem kaupandi og seljandi. Gísli hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja.

Gísli er 59 ára gamall verkfræðingur Msc. frá Danmarks Tekniske Universitet. Hann er kvæntur Þorgerði Ragnarsdóttur hjúkrunarfræðingi.

„MainManager ehf. er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar hugbúnaðinn MainManager fyrir Skandinavískan markað. Hugbúnaðurinn er notaður við rekstur mannvirkja og stýringu á stoðþjónustu (hjálparborð, viðhald, stýring þjónustusamninga, ræstingar, orkuvöktun, búnaðarskráning o.fl.). Höfuðstöðvar MainManager eru á Íslandi en félagið er einnig með dótturfélög í Danmörku og Noregi. Meðal helstu viðskiptavina má nefna, Statsbygg (norska ríkið), Kaupmannarhafnarháskóla, Region Midt. í Danmörku, DR byen, Slagelse kommune, SiO (stúdenta samtökin í Oslo með um 12.000 leiguíbúðir), Reykjavíkurborg, Ríkiseignir, Olíudreifingu, Landsnet, Skeljung, N1, Mílu og Isavia svo einhver dæmi séu tekin,“ segir í fréttatilkynningu.