Gistinóttum á hótelum fækkaði um 10% á milli ára í maí en þær voru 105.100 nú í ár samanborið við 117.000 í fyrra. Þeim fækkaði á landinu öllu utan á Austurlandi og Suðurlandi. Hagstofan hefur birt nýjar tölur um þróun gistinótta í maí.

Þar kemur fram að fækkunin var mest á Norðurlandi, eða tæp 17%. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði gistinóttum um tæp 14%, um 5% fækkun varð á Vesturlendi og Vestfjörðum, en stóð nærri í stað á Suðurnesjunum samanborið við maí 2009. Fjölgunin á Austurlandi var um 14% og á Suðurlandi fjölgaði þeim um 3% á milli ára.

Segir í tilkynningu frá Hagstofunni að fækkun gistinátta á hótelum í maí nái bæði til Íslendinga og erlendra gesta. Gistinóttum Íslendinga fækkaði um 21% á milli maímánuða og erlendrum gestum fækkaði um 8%. Á fyrstu fimm mánuðum ársins fækkaði gistinóttum Íslendinga um tæp 5% samanborið við sama tímabil í fyrra en tölur erlendra ferðamanna eru svipaðar og í fyrra.