Veggjald í Hvalfjarðargöngum hækkar um tæplega 10% að jafnaði frá og með 1. júlí 2011.

„Meginástæður þessa eru að umferð hefur dregist verulega saman og þar með rýrna tekjur af veggjaldi umtalsvert. Enn fremur ber að nefna þyngri greiðslubyrði af lánum, hækkandi verðlag og síðast en ekki síst miklar fjárfestingar sem ætlað er að uppfylla kröfur ESB um öryggi vegfarenda í veggöngum, alls 225 milljónir króna á tímabilinu 1. október 2010 til ársloka 2011," segir í fréttatilkynningu.

  • Gjald fyrir staka ferð í I. gjaldflokki fer úr 900 í 1.000 krónur.
  • Hver ferð áskrifanda að 100 ferðum í I. flokki fer úr 259 í 283 krónur.
  • Inneign áskrifenda minnkar sjálfkrafa við gjaldskrárbreytinguna.