Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á fundi í Seðlabankanum að það þurfi að finna ásættanlega lausn hvernig gengisbundin lán verði greidd til baka og uppreiknuð. Hann segir mjög mikilvægt að allir átti sig á því að ef niðurstaðan verði sú, sem hann vonar ekki, að þessi lán verði greidd til baka á samningsvöxtum en ekki óverðtryggðum vöxtum Seðlabankans eða Reibor vöxtum muni það hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir bankakerfið.

„Bankakerfið mun ekki vera í stakk búið til að fjármagna endurbata sem hér mun þurfa að eiga sér stað. Hætt við að við sætum uppi með japansk bankakerfi sem var eftir fjármálakreppunna þar. Þar til þessari óvissu er létt með þeim hætti sem er ásættanlegur má teljast ansi hætt við því að sú sigling sem við höfum verið á að undanförnu, til að koma okkur útúr eftirleik fjármálakreppunnar, verði hægari heldur en ella. Jafnframt að svigrúm peningastefnunnar til að styðja við endurbata verði minna þó það sé ekki alveg ljóst fyrr frá liður," sagði Már. Til skammst tíma gæti þessi dómur virkað sem örvandi fyrir hagkerfið og jafngilt vaxtalækkun en til lengri tíma veiki það hagkerfið og hægir á hagvexti.

Hættið að lofa gull og grænum skógum

Hann vonar að þeir sem hafi lofað gull og grænum skógum í kjölfar dómsins láti af því. Þetta sé ekki gjöf sem ekki þurfa að borga. Það sé alveg klárt hverjir þurfi að borga. Það séu allir hinir. Því þurfi að finna lausn þannig að ekki verði farið að þeirri braut sem nú hefur verið mörkuð. Lántakendur verði að átta sig á því að þessi kjör, sem eru samningskjörin, séu ekki í samræmi við neinn efnahagslegan veruleika sem nú tíðkast.