Gjaldeyrisforði Seðlabanka íslands nam 732,7 ma.kr. í lok janúar og jókst um 65,7 milljarða króna milli mánaða.Gjaldeyrisforðinn fyrir janúar 2011 var birtur í dag á vef Seðlabanka Íslands.

Aukninguna má að mestu rekja til seðla og innstæðna í erlendum bönkum. Innstæður í erlendum bönkum jukust um 66,8 milljarða króna, þar af jukust seðlar og innstæður í öðrum seðlabönkum, Alþjóðagreiðslubankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um 21,5 milljarð króna.

Gjaldeyrisforði Seðlabankans .