Vergur gjaldeyrisforði Seðlabankans nam um 505,3 milljörðum króna í lok mars og lækkaði um 9,4 milljarða milli mánaða. Hreinn gjaldeyrisforði, þ.e. erlendar eignir að frádregnum erlendum skammtíma skuldum, nam um 445,2 milljörðum í lok mars 2013 samanborið við 457,6 milljarða króna í lok febrúar 2013.

Nettó útgreiðslur gjaldeyriseigna Seðlabankans og ríkissjóðs fyrir næstu 12 mánuði eru áætlaðar um 60 milljarðar króna miðað við í lok mars 2013 samanborið við 57 milljarða miðað við lok febrúar 2013.

Vergur gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur ekki verið minni síðan í október 2010, þegar hann mældist 471,9 milljarðar króna. Mestu var gjaldeyrisforðinn í nóvember 2011 þegar hann var 1.110,3 milljarðar króna.