Í stóra skuldabréfi nýja Landsbankans til þess gamla, sem stóð í 282 milljörðum króna um síðustu áramót, er ákvæði sem kveður á um að 30-50% af heildarveðsetningu skuldabréfsins skuli koma frá sjávarútvegi. Fari hlutfallið niður fyrir 30% getur gamli bankinn gjaldfellt skuldabréfið strax.

Í ágúst í fyrra nam þetta hlutfall 34,2% og er því ljóst að ekki þarf í raun mikið til að farið verði undir þetta mark. Reyndar getur nýi bankinn komið í veg fyrir beitingu gjaldfellingarákvæðisins með því að greiða strax hluta af skuldabréfinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.