Lýstar kröfur í þrotabú Baugs Group hf. námu 319 milljörðum króna en skiptafundur var haldinn á þriðjudaginn. Óhætt er að segja að þetta sé stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar ef við horfum fram hjá gjaldþrotum bankanna.

Helstu eignir Baugs eru veðsettar og óvíst hve mikið fæst upp í almennar kröfur sem eru að upphæð 166 milljarðar króna.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins má gera ráð fyrir að upp í almennar kröfur endurheimtist á milli 7 og 8 milljarðar króna. Það fer að eftir því hvernig vinnst úr eignum félagsins en að sögn skiptastjórans Erlendar Gíslasonar hrl. eru helstu eignir í BG Holding sem heldur utan um eignir í Bretlandi en þær eru flestar veðsettar og koma því varla almennum kröfuhöfum til góða.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .