Í janúar tekur gildi ný gjaldskrá fyrir leikskóla, frístundaheimili og skólamötuneyti í Reykjavík samkvæmt samþykkt borgarstjórnar. Í gjaldskránni felst tæplega 17.000 króna hækkun árlega á leikskólagjaldi fyrir átta stunda vistun barns. Þá hækkar frístundagjald um rúmar 600 krónur mánaðarlega og mataráskrift í skólamötuneyti um 400 krónur mánaðarlega.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur rfam að eftir þessar hækkanir verði umrædd gjöld áfram með þeim lægstu í landinu.