Í október 2011 voru skráð 144 ný einkahlutafélög samanborið við 133 einkahlutafélög í október í fyrra. Þetta jafngildir 8% aukningu á milli ára. Flest eru einkahlutafélögin í heild og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum.

Hagstofan greinir frá því í dag að 1.365 einkahlutafélög hafi verið nýskráð hér á fyrstu tíu mánuðum ársins. Á sama tíma voru 190 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 96 fyrirtæki í október í fyrra. Flest eru gjaldþrotin í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

Á fyrstu tíu mánuðum ársins hafa 1.312 fyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta. Það er 69% aukning á milli ára þegar 776 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.