Glitnir hefur hætt að greiða starfsmönnum dagpeninga þegar þeir fara til útlanda á vegum bankans, segir í frétt á vef Rúv. Helgi Rúnar Óskarsson, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, segir í fréttinni að óeðlilegt sé að bankinn greiði gistingu og fæði -auk dagpeninga. Hinir tveir viðskiptabankarnir hafa ekki hætt dagpeningagreiðslum, segir í fréttinni, en leita stöðugt leiða til að hagræða.