Þrotabú Glitnis banka tilkynnti í lok mars að til stæði að selja 51% eignarhlut búsins í lúxemborgska eignaumsýslu- og innheimtufyrirtækinu Reviva Capital. Í ársreikningi Glitnis fyrir árið 2014 er virði hlutarins bókfært 132 milljónir króna, sem jafngildir 51% af eigin fé Reviva. Eigið fé Reviva er þannig um 258 milljónir króna. Eignir í stýringu nema 400 milljónum evra, eða jafngildi tæplega 60 milljarða íslenskra króna.

Reviva Capital var stofnað árið 2009 af Glitni í Lúxemborg og fjórum lykilstarfsmönnum bankans, þeim Ara Daníelssyni framkvæmdastjóra, Sigþóri H. Guðmundssyni yfirlögfræðingi, Paul Embleton fjármálastjóra og Fredrik- Engman, yfirmanni lánasviðs.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Aðeins þriðjungur skattgreiðenda stendur undir tekjuskattskerfinu.
  • Atvinnuveganefnd er við það að afgreiða ívilnanafrumvarp.
  • Byko hefur áfrýjað ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.
  • Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir fjárhagslegt tjón vegna vitlausra kjarasamninga vera meira en vegna verkfalla.
  • Batinn á fasteignamarkaði gæti skaðast verulega í kjölfar kjarasamninga.
  • Fjármálastjórar stærstu fyrirtækja landsins eru bjartsýnir á framtíðina samkvæmt nýrri könnun Deloitte.
  • Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka í ítarlegu viðtali.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um lýðræði.
  • Óðinn fjallar um reglugerðir.
  • Þá eru í blaðinu myndir, greinar, skoðanapistlar, fréttir af fólki og margt fleira.