Starfsfólk Glitnis fékk samtals tæpar 700 milljónir króna greitt í laun og tengd gjöld fyrstu ellefu mánuði ársins 2009 samkvæmt uppgjöri sem birt hefur verið kröfuhöfum.

Samkvæmt skýrslu sem birt var kröfuhöfum í nóvember síðastliðinn voru 48 starfsmenn hjá Glitni. Flestir voru á Íslandi en einnig voru starfsmenn í Lúxemborg, Bretlandi, Noregi og Kanada.

Miðað við það, og þá eru greiðslur til skilanefndarmanna og slitastjórnar ekki meðtaldar, eru meðallaunagreiðslur til hvers starfsmanns Glitnis um 14,6 milljónir króna eða 1,3 milljónir á mánuði þessa ellefu mánuði ársins 2009.