Glitnir hefur haft umsjón með og sinnt ráðgjöf við afskráningu kanadíska sjávarafurðaframleiðandans Clearwater Seafoods.

Í tilkynningu segir að Glitnir hafi umsjón með því að safna sterkum hópi fjárfesta til að fjármagna yfirtöku og loks afskráningu félagsins. TD Securities kom einnig að afskráningunni sjálfri.

Glitnir sá einnig um fjármögnun verkefnisins að einhverju leyti, auk endurfjármögnunar og endurskipulagningar núvernadi skulda Clearwater. Í tilkynningu kemur fram að fjöldi íslenskra fjárfesta séu með í verkefninu.

Magnús Bjarnason, sem er yfir alþjóðlegri bankastarfsemi Glitns, segir að mikil ánægja ríki innan Glitnis vegna þáttöku í verkefninu. Sjávarútvegur sé einn þeirra atvinnuvega sem bankinn leggi áherslu á að koma að.

Clearwater Seafoods stundar veiðar undan ströndum Kanada og vinnur sjávarafurðir.