Glitnir er í þann mund að sækja sér um 100 milljarða lán hjá Seðlabanka Evrópu, ef marka má fréttir Financial Times, með því að pakka saman lánasafni sem lagt verður fram sem veð hjá Evrópska seðlabankanum. Þetta er fullyrt í frétt Financial Times (FT) og bætt við að bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman Brothers hafi fyrir skemmstu sótt sér fé með þessum hætti.

Hvort sem það er tilviljun eða ekki er meginefni fréttarinnar þó hvorki Glitnir né Lehman Brothers heldur er í fréttinni fjallað um að Evrópski seðlabankinn láni oftar gegn ótraustari veðum, þ.e. láti af hendi ríkisskuldabréf á móti slíkum lánapök kum, heldur en aðrir helstu seðlabankar í Evrópu og að ástæða sé til að hafa áhyggjur af því. Þannig vísar FT til seðlabankastjóra Lúxemborgar sem sagt hefur að ástæða sé til að hafa verulegar áhyggjur af þeim veðum sem tekin eru gild.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .