„Þetta er ekki rétti tíminn til að kaupa fasteignir í Evrópu," segir greiningafyrirtækið Global Property Guide (GPG). Eftir 10 ára uppsveiflu og eins árs verðhrun endurspeglar evrópski fasteignamarkaðurinn enn of hátt verð, of mikið af nýbyggingum og háa vexti á lánum til fasteignakaupa þrátt fyrir vaxtalækkanir að undanförnu.

GPG segir stóru vandamál Evrópu vera:

1. Við erum nú í kreppu á fasteignamarkaði sem er drifin áfram af væntingum. Nú er ekki rétti tíminn til að kaupa.

2. Langtímavöxtur í Evrópu hefur verið veikur og til skamms tíma hefur ríkt stöðnun.

3. Léleg afkoma þýðir að menn eigi einfaldlega að kippa að sér höndum. – „Ekki kaupa neitt sem skilar minni afkomu en 5%. Það þýðir að aðeins 11 lönd koma til greina og þau eru nær öll í Austur-Evrópu og eru um leið mjög móttækileg fyrir kreppunni.”

„Við myndum örugglega ekki spá í að kaupa nokkurn skapaðan hlut í Evrópu eins og er. Komið aftur þegar fasteignaverðið hefur fallið og efnahagslífið er farið að rétta við, - sem gæti tekið tíma,” segir á vefsíðu Global Property Guide.