Fjárfestingarfélagið Gnúpur á í viðræðum um endurfjármögnun en á ekki í fjármálaerfiðleikum, hefur DowJones fréttaveitan eftir ónafngreindum talsmanni félagsins í frétt vegna orðróms um erfiða stöðu félagsins.

"Endurfjármögnunarferlið er þegar hafið og gengur vel," segir talsmaðurinn og svarar þar fjölmiðlaumfjöllun um að félagið glími  við fjármálaerfiðleika.

Gangi endurfjármögnunin eftir, að sögn talsmannsins, og hún gengur vel, bendir talsmaðurinn á, verður niðurstaðan að félagið er í engum fjármálaerfiðleikum.

Fréttastofa Sjónvarpsins greindi frá því í gær að, samkvæmt þeirra heimildum, er 45 milljarða króna eigið fé Gnúps uppurið og félagið eigi ekki fyrir skuldum. Viðræður séu milli félagsins og LandsbankansGnúpur er í eigu Kristins Björnssonar og fjölskyldu, Magnúsar Kristinssonar og Þórðar Más Jóhannessonar.