Notendanöfnum og símanúmerum 4,6 milljón Snapchat notenda var stolið og þeim dreift á netinu, að því er BBC greinir frá. Gögnin voru birt á vefsíðunni SnapchatDB. Reynt hefur verið að loka síðunni en engu að síður er enn hægt að nálgast gögnin.

Fáeinir dagar eru síðan ástralska fyrirtækið Gibson Security varaði við því að öryggisgallar væru í Snapchat appinu sem tölvuþrjótar gætu notfært sér. Gibson Security segist ekki hafa brotist inn í öryggiskerfi Snapchat og kkert hafa með síðuna SnapchatDB að gera.

Meira má lesa um málið á vef BBC.