Tap varð af viðskiptum verðbréfamiðlara bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs á 25 dögum síðasta árs. Það þýðir að aðra daga varð hagnaður af viðskiptum. Árið áður hafði tap einungis orðið á 19 dögum ársins.

Á 12 dögum af fyrstu níu mánuðum ársins varð tap af viðskiptum bankans. Fjórði ársfjórðungur gekk verr, þegar bankinn tapaði á 13 dögum. Bloomberg fjallar um árangurinn í dag. Kemur fram að miðlarar Goldman Sachs högnuðust um 100 milljónir dala eða meira 68 daga ársins. Árið áður höfðu slíkir góðærisdagar aldrei verið fleiri, eða 131.