Gordon Brown hefur ákveðið að veita þeim fjölskyldum sem ekki hafa aðgang að internetinu 700 punda styrk, svo að öll börn þar í landi geti notið internettengingar. Kennarar og aðrir innan menntastéttarinnar hafa tekið framtakinu fagnandi. Guardian greinir frá þessu.

Aðgerðin mun alls kosta 300 milljónir punda. Varað hefur verið við því að sú fjárhæð verði ekki dregin af öðrum framlögum til menntamála. Einnig hefur verið bent á að sé tölvu og internettenginu komið fyrir á hverju heimili verði slík gæði ekki endilega nýtt í uppbyggilegum tilgangi.

Christine Blower, starfandi aðalritari landssambands kennara í Bretlandi, segir að ríkisstjórnin eigi hamingjuóskir skildar fyrir að „enda misskiptingu á sviði stafræns ójöfnuðar."

„Öll ungmenni ættu að byrja á sama upphafspunkti í lífinu. Þar með talið er aðgangur að internetinu,” sagði Blower.